Biblíudagurinn

sunnudaginn 7. febrúar 2010
Hátíð í Seltjarnarneskirkju

Guðsþjónustur verða sérstaklega helgaðar mikilvægi Biblíunnar.
Í Seltjarnarneskirkju verður að þessu sinni bæði messa og aðalfundur Biblíufélagsins.

Dr. Sigurður Pálsson, fv. sóknarprestur Hallgrímskirkju, prédikar og sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar fyrir altari. Ritningarlestur annast Hildigunnur Hlíðar og Ólafur Egilsson. Gunnar Kvaran prófessor við Listaháskóla Íslands leikur á celló. Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona les ljóð.
Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar tónlistarstjóra kirkjunnar sem einnig leikur á orgelið.
Guðsþjónustunni verður útvarpað.

Aðalfundur Hins íslenska Biblíufélags verður að þessu sinni haldinn í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju sama dag og hefst hann kl. 12:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Á heimasíðu félagsins, www.biblian.is, er að finna nánari upplýsingar um aðalfundinn og félagið.

Fjölmennum til kirkju á Biblíudaginn
Njótum góðrar stundar á helgum stað

Seltjarnarneskirkja – fréttir:
Samverustund eldri borgara verður í kirkjunni verður þriðjudaginn 2. febrúar kl. 11 f.h. – ræðumaður: Herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.

Þemamessur helgaðar TRÚ, VON og KÆRLEIKA eru nýjung í guðsþjónustuhaldinu fyrir forgöngu sr. Sigurðar Grétars Helgasonsar sóknarprests –fylgist með tilkynningum í Mbl.

Útvarpsmessa verður í kirkjunni sunnudaginn 14. mars nk. ræðumaður dr. Gunnlaugur A. Jónsson guðfræðiprófessor við H.Í.

Auk félaga og stuðningsaðila Biblíufélagsins er blað HÍB nú í tilefni Biblíudagsins einnig sent íbúum Seltjarnarness og nærliggjandi hverfa með kveðju frá HÍB, Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju og Listvinafélagi Seltjarnarneskirkju.