Forsíða 2018-01-28T05:16:36+00:00

Unnið er að gerð fræðsluvefs fyrir Hið íslenska biblíufélag. Vefurinn inniheldur nú þegar almennar upplýsingar um Biblíuna ásamt áhugaverðum upplýsingum um samspil listar og biblíuhefðar.

Þá er stefnt að því að hafa á vefnum fræðsluefni um Biblíuna sem getur nýst við kennslu fyrir unga og aldna.

Veronese: Brúðkaupið í Kana

Þetta málverk eftir Veronese lýsir brúðkaupinu í Kana í umhverfi sem minnir meira á aðstæður ítalska aðalsins á endurreisnartímanum en í Galíleu á 1. öld. (Á 2. öld var farið að nota nafnið Palestína sem við þekkjum úr fréttum í stað Galíleu.) Ítalski málarinn Veronese sem hét raunar Paolo Caliari fæddist 1528 og dó 1588. Málverkið af brúkaupinu í Kana var pantað af benediktínarklaustrinu San Giorgio Maggiore í Feneyjum og var sett upp í matsal klaustursins árið 1563. Árið 1798 eignaðist Louvre safnið í París málverkið og þar er það enn til sýnis í herbergi nr. 6 á annari hæð.

By | Föstudagur 1. desember 2017|Categories: Jóhannesarguðspjall, Listaverk|Tags: |0 Comments

Inngangur að biblíuritum