Forsíða 2018-01-28T05:16:36+00:00

Unnið er að gerð fræðsluvefs fyrir Hið íslenska biblíufélag. Vefurinn inniheldur nú þegar almennar upplýsingar um Biblíuna ásamt áhugaverðum upplýsingum um samspil listar og biblíuhefðar.

Þá er stefnt að því að hafa á vefnum fræðsluefni um Biblíuna sem getur nýst við kennslu fyrir unga og aldna.

William Blake: Hinn Aldni

Hinn Aldni (The Ancient of Days), myndrista eftir draumóralistamanninn og ljóðskáldið William Blake (1757—1827). Skaparinn notar sirkil völundarsmiðsins til að koma reglu á óreiðuna. Hugtakið „Hinn Aldni“ kemur fyrir á þremur stöðum í 7. kafla Daníelsbókar versum 9, 13, og 22. Viðhorf Blakes til kristindómsins þótti allsérstakt. Hann aðhylltist kenningar Swedenborgs nokkurs og gekk ásamt konu sinni í söfnuð hans sem kallaðist Nýja kirkjan. Blake var þeirrar skoðunar að aðeins væri hægt að kynnast sannleikanum í gegnum persónulega opinberun en ekki með lærdómi. Líf hans stjórnaðist mikið af „sýnum“ sem hann upplifði, en aðrir litu á sem ofskynjanir. Þessar „sýnir“ veittu honum sterka og ósveigjanlega trúr á þá stefnu sem hann tók í listsköpun sinni, en ollu því einnig að aðrir litu á hann sem sérlundaðan og jafnvel brjálaðan. Önnur áhugaverð tengsl eru að á plötu Van Morrisson „A Sense of Wonder“ sem kom út í desember 1984 er lag sem heitir Ancient of Days.  

By | Föstudagur 1. desember 2017|Categories: Fyrsta Mósebók, Listaverk|Tags: , , |0 Comments

Inngangur að biblíuritum