PersónuverndHið íslenska biblíufélag2022-01-22T03:28:02+00:00
Skilmálar
Hið íslenska biblíufélag, Katrínartúni 4, 105 Reykjavík.
Kennitala: 620169-7739
Persónuvernd
Vefsvæði Hins íslenska biblíufélags notast við vafrakökur (e. cookies) til að vefsvæðið nýtist notendum sem best. Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsíðan virki og því er ekki hægt að slökkva á þeim. Vafrakökurnar safna í einhverjum tilfellum upplýsingum um hvaðan svæðið er heimsótt, um hvaða tæki og vafrar eru notaðir til að heimsækja vefsvæðið ásamt upplýsingum um hvaða svæði eru heimsótt. Upplýsingarnar auðkenna notendur ekki með beinum hætti.
Hið íslenska biblíufélag notar upplýsingar frá vafrakökum einvörðungu til að bæta vefupplifun og greina hvernig hægt er að bæta upplýsingagjöf um starfið til notenda. Þau tól sem notuð eru við greiningu á notkun eru annars vegar Google Analytics og hins vegar Jetpack.
Þegar notendur síðunnar fylla út eyðublöð með persónugreinanlegum upplýsingum, þá eru þær upplýsingar aðeins aðgengilegar stjórn og starfsfólki Hins íslenska biblíufélags.
Um vefverslun
Vefverslun Hins íslenska biblíufélags heldur utan um nöfn kaupenda og safnar nauðsynlegum gögnum til að hægt sé að ganga frá greiðslu til félagsins og ganga frá afgreiðslu pantanna. Kortanúmerum og öðrum tengdum fjárhagsupplýsingum er ekki safnað af Hinu íslenska biblíufélagi, heldur er notast við greiðslusíðu Valitors og annarra greiðslumiðlanna til að ganga frá greiðslu. Ef þess er óskað er hægt er að leita til Hins íslenska biblíufélags og fara fram á að öllum persónugreinanlegum gögnum af vef Biblíufélagsins sé eytt. Upplýsingar, svo hægt sé að ganga frá pöntunum til viðskiptavina, eru áframsendar til Górilla vöruhúss, sem sér um dreifingu á vörum fyrir Biblíufélagið.
Að öðru jöfnu er 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á vefnum. Ef vara er skemmd eða gölluð, mun Biblíufélagið skipta vörunni út fyrir nýja. Um vörusölu Biblíufélagsins á vefnum gilda lög um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og lög um neytendakaup.
Skilmálar um vefsafnanir
Biblíufélagið notar vefsvæði sitt til að óska eftir stuðningi við starfsemi félagsins. Áskilinn er réttur til að staðfesta stuðning við félagið símleiðis.
Um stuðningsgreiðslur
Allur stuðningur sem greiddur er með greiðslukorti í gegnum vefsíðuna er afgreiddur af greiðslusíðu Valitor. Hægt er að draga stuðningsgreiðslu til baka í allt að 14 daga frá því að greiðslan var innt af hendi.
Stuðningsgreiðslur til Hins íslenska biblíufélags bera ekki virðisaukaskatt, enda er ekki um að ræða greiðslu fyrir vöru eða þjónustu.
Bakhjarl Biblíunnar
Bakhjarlar Biblíunnar styðja við starf félagsins með föstum mánaðarlegum greiðslum. Ef þú þarft að breyta eða hætta stuðningi af einhverjum ástæðum, er auðvelt að senda tölvupóst á hib@biblian.is og við munum þá snarlega fella niður mánaðarlegar skuldfærslu.
Félagsgjald Biblíufélagsins
Félagsgjald Biblíufélagsins er ákveðið árlega á aðalfundi félagsins. Ef þú vilt segja þig úr félaginu af einhverjum ástæðum, er auðvelt að senda tölvupóst á hib@biblian.is og við munum þá snarlega fella niður árlega skuldfærslu félagsgjalds.
Trúnaður
Félagið mun ekki afhenda upplýsingar sem styrkveitandi gefur upp í tengslum við stuðninginn án samráðs við styrkveitanda.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.