Landslag Nýja Englands var bandaríska ljóðskáldinu Robert Frost (1874—1963) mjög kært og er ævinlega mjög tengt kveðskap hans. Í sonnettu sinni, „Never Again Would Birds’ Song Be the Same“ („Aldrei verður fuglasöngur samur“) heyrir Frost með eyrum Adams heiminn ljúka lofsorði á mátt hinnar elskuðu sem umbreytir heimi elskhugans.

Hann gat það tjáð og sjálfur trúa vildi
á trjám í garði víðum fuglar sátu
þeim barst til eyrna rómurinn Evu mildi
allan daginn sönginn heyrt þeir gátu.
Merking léði hennar orðlaus ómur
undir tók svo ræðusnilldin mjúka
fugla töfraði glaður hlátrahljómur
er hlátur mildur í víðan geim lét rjúka
Í huga þeirra var hún, um hana sætt þeir sungu.
Söngur hennar þeim barst öllu hærri.
Í skóginum lifað hafði lengi’ á tungu
svo líklega hann yrði í minning skærri.
Aldrei verður fuglasöngur samur
sætur rómur honum verður tamur.
                                                               ÞHÞ