Hið vinsæla málverk eftir Jean-François Millet, Korntínslufólkið, sýnir í rómantískri mynd það sem í raun var mikil erfiðisvinna. Eftir að verkamennirnir höfðu skorið upp kornið urðu alltaf eftir nokkrir stiklar af lélegu korni sem troðist höfðu undir hesthófum og stígvélum þeirra sem unnu á akrinum. Stundum voru þó einnig skildir eftir nokkrir stiklar svo fátæklingarnir sem komu á eftir til að týnda fengu eitthvað. Þessi siður er enn við líði í einhverri mynd til þessa dags.
Franski málarinn Jean-François Millet fæddist árið 1814 og dó 1875. Hann er sérstaklega þekktur fyrir myndir sem tengjast lífi bænda. Mynd hans Korntínslufólkið sem hann málaði árið 1857 er ein kunnasta mynd hans. Hún er til sýnis í listasafninu Musée d′Orsay í París.