Tóbítsbók er kennd við Tóbít, guðhræddan og réttlátan Gyðing sem bjó í borginni Níníve en þangað var hann fluttur eftir að Assýringar hertóku Norðurríkið (Ísrael) árið 722 f.Kr. Bókin er guðfræðileg frásögn sem fjallar um gildi trúarinnar: Guð heyrir bænir trúaðra og grípur inn í líf hinna réttlátu og trúföstu. Jafnframt er lögð rík áhersla á skírlífi og góðverk. Sagan gefur lifandi mynd af fjölskyldu- og trúarlífi Gyðinga á þeim tíma sem hún var rituð eða snemma á annarri öld f.Kr.
Skipting ritsins
1.1–3.17 Inngangur: Neyð Tóbíts og Söru og bænir þeirra
4.1–13.18 Meginhluti: Ferð Tóbíasar í fylgd engilsins Rafaels. Hjálp Drottins
14.1–14.15 Niðurlag: Lán Tóbíts, þakkargjörð hans og hvatning til Tóbíasar