Þetta spekirit er ritað á grísku, líklega í Alexandríu á fyrstu öld f.Kr., af Gyðingi sem var mjög handgenginn Gamla testamentinu. Ritið er stundum nefnt Spekinnar bók. Spakmælin fjalla um gildi spekinnar fyrir alla menn, jafnt konunga sem óbreytta borgara. Höfundurinn sýnir hvernig spekin leiddi lýð Guðs allt frá sköpun mannsins og minnir á dóm Guðs yfir Egyptum og Kanverjum. Hann færir rök gegn skurðgoðadýrkun og hvetur lesendur sína til að leita Guðs sem öllu ræður. Í ritinu má greina veruleg grísk áhrif, t.d. í afstöðunni til ódauðleika sálarinnar.

Skipting ritsins

1.1–6.25 Áminningarræða og ræða gegn guðlausum
7.1–10.21 Lofræða spekinnar
11.1–19.22 Upprifjun brottfararinnar frá Egyptalandi í lofsöng