Þetta spekirit ber yfirskriftina Speki Jesú Sírakssonar (á latínu: Ecclesiasticus, kirkjunnar bók) og var ritað um 180 f.Kr. Ritið var upphaflega samið á hebresku en um 130 f.Kr. þýddi sonarsonur höfundar bókina á grísku. Framsetning ritsins minnir á Orðskviði Salómons því það er að miklu leyti byggt upp af orðskviðum og spakmælum. Síraksbók fjallar um fjölþætt efni, speki Guðs, mildi hans og réttláta stjórn, um spekina almennt, upphaf hennar og eðli, skilyrði til að eignast hana og umbun þeirra sem hljóta hana. Þá fjallar bókin um dagfar heima og heiman, uppeldi barna og heimilislíf, gætni í orðum og allri breytni og hegðun almennt.
Skipting ritsins
1.1–23.27 Vegur og laun spekinnar
24.1–42.14 Lofgjörð spekinnar og réttur guðsótti
42.15–51.30 Lofsöngur til Guðs í sköpunarverkinu og sögu Ísraelsmanna