Rit Habakkuks spámanns er yfirleitt talið ritað í lok sjöundu aldar þegar Babýlonía var orðin stórveldi á nýjan leik. Ofbeldi Babýl-oníumanna hefur fengið mjög á Habakkuk og hann spyr Guð: „Hví horfirðu þá aðgerðalaus á illvirki þeirra?“ (1.13). Svarið var á þá leið að Drottinn muni láta til sín taka þegar þar að kemur og á meðan muni hinn réttláti lifa í trú (2.4). Ýmislegt í boðskap Hab-akkuks þykir minna mjög á Jobsbók. Einkum er það glíman við spurninguna um hvernig menn fái varðveitt hollustu sína við Guð þegar efasemdir kvikna um réttlæti hans og miskunnsemi. Svar Habakkuks er ljóst. Hann treystir Drottni hvað sem á dynur.

Skipting ritsins

1.1–2.20 Orðaskipti Drottins og Habakkuks
3.1–3.19 Sálmur Habakkuks