Makkabeabækur draga nafn sitt af frelsishetju Gyðinga, Júdasi Makkabeusi, og bræðrum hans, Makkabeunum. Fyrsta Makka-beabók er sagnrit sem fjallar um mikið örlaga- og mótunarskeið í sögu Gyðinga á tímabilinu frá 175–134 f.Kr., þ.e. tímann frá því að Antíokkus IV Epífanes komst til valda og þar til Símon æðsti prestur og konungur Gyðinga, bróðir Júdasar Makkabeusar, féll frá. Þá höfðu Hasmonear, konungsætt Makkabea, tryggt sér völdin og Gyðingum sjálfstæði. Á þessu tímabili urðu Gyðingar fyrir miklum ofsóknum.

Skipting ritsins

1.1–2.70 Trúarbragðaofsóknir og uppreisn Mattatíasar
3.1–9.22 Júdas Makkabeus leiðtogi
9.23–12.53 Jónatan leiðtogi
13.1–16.24 Símon leiðtogi