Barúksbók er viðauki við spádómsbók Jeremía og eignuð ritara hans, Barúk Neríasyni. Bókinni svipar mjög til spámannarita Gamla testamentisins. Tveir fyrstu hlutar bókarinnar eru í óbundnu máli en tveir þeir síðari í bundnu máli. Fyrri hluti bókarinnar var upphaflega ritaður á hebresku en bókin í heild sinni hefur einungis varðveist á grísku. Uppbygging bókarinnar samsvarar uppbyggingu bréfs Jeremía til þeirra sem sendir voru í útlegð til Babýlonar árið 597 f.Kr. (Jeremía, 29. kafli).
Skipting ritsins
1.1–1.14 Sögulegur inngangur
1.15–3.8 Játning syndar og bæn um frelsun
3.9–4.4 Spekin vegsömuð
4.5–5.9 Huggun og hjálp Jerúsalem til handa