Önnur Makkabeabók fjallar um sama efni og hin fyrri. Hún segir frá ofsóknum Antíokkusar IV Epífanesar á hendur Gyðingum á annarri öld f.Kr. Bókin er útdráttur úr stærra ritverki, söguriti á grísku í fimm bindum eftir Gyðinginn Jason frá Kýrene. Fyrri hluti bókarinnar lýsir aðdraganda að ofsóknum Antíokkusar og andspyrnu Gyðinga gegn tilraunum hans til að innleiða gríska siði og dýrkun framandi guða. Síðari hluti bókarinnar samsvarar að verulegu leyti efni 3.–7. kafla Fyrstu Makkabeabókar.
Skipting ritsins
1.1–2.32 Bréf til Gyðinga í Egyptalandi og formáli
3.1–4.50 Barátta um æðstaprestdóminn
5.1–7.42 Antíokkus Epífanes og ofsókn á hendur Gyðingum
8.1–15.39 Sigursæld Júdasar