Síðari konungabók heldur áfram frásögninni af konungdæmunum tveimur. Ritinu má skipta í tvo meginhluta: (1) Saga konungdæmanna tveggja frá miðri 9. öld f.Kr., þegar Samaría fellur, til endaloka Norðurríkisins (Ísraels), 722 f.Kr. (2) Saga Júdaríkis frá falli Norðurríkisins þar til Jerúsalem er hertekin og henni eytt af Nebúkadnesari konungi í Babýlóníu 586 f.Kr. Bókinni lýkur með frásögn af náðun Jójakíms Júdakonungs í Babýlon 562 f.Kr. Hörmungar þjóðarinnar urðu vegna óhlýðni konunga Júda og Ísraels og þjóðarinnar. Fall Jerúsalem og útlegð fjölda Júdamanna markaði ein stærstu þáttaskilin í sögu Ísraelsþjóðarinnar.
Skipting ritsins
1.1–17.41 Saga konungdæmanna
1.1–8.15 Elísa spámaður
8.16–17.41 Konungar í Júda og Ísrael og fall Samaríu
18.1–25.30 Saga Júdaríkis
18.1–21.26 Frá Hiskía til Jósía
22.1–23.30 Valdatíð Jósía
23.31–24.20 Síðustu konungar í Júda
25.1–25.30 Fall Jerúsalem