Þau rit sem nefnd hafa verið Fyrri og Síðari kroníkubók á íslensku bera heitið „Atburðir daganna“ í hebresku ritningunum og eru þar eitt rit. Kroníkubækur eru ekki aðeins eitt samfellt rit að efni og framsetningu heldur bendir allt til þess að Esra- og Nehemíabók séu framhald þeirra. Kroníkubækur segja sömu sögu og Samúels- og konungabækur en heimildir eru aðrar. Í Fyrri kroníkubók er saga Ísraels rakin frá Adam og þar til Salómon tekur við konungdómi af Davíð, föður sínum.

Skipting ritsins

1.1–9.44 Niðjatöl og ættbálkaskrár
10.1–29.30 Saga Davíðs konungs