William Blake: Hinn Aldni

Hinn Aldni (The Ancient of Days), myndrista eftir draumóralistamanninn og ljóðskáldið William Blake (1757—1827). Skaparinn notar sirkil völundarsmiðsins til að koma reglu á óreiðuna. Hugtakið „Hinn Aldni“ kemur fyrir á þremur stöðum í 7. kafla Daníelsbókar versum 9, 13, og 22.

Viðhorf Blakes til kristindómsins þótti allsérstakt. Hann aðhylltist kenningar Swedenborgs nokkurs og gekk ásamt konu sinni í söfnuð hans sem kallaðist Nýja kirkjan. Blake var þeirrar skoðunar að aðeins væri hægt að kynnast sannleikanum í gegnum persónulega opinberun en ekki með lærdómi. Líf hans stjórnaðist mikið af „sýnum“ sem hann upplifði, en aðrir litu á sem ofskynjanir. Þessar „sýnir“ veittu honum sterka og ósveigjanlega trúr á þá stefnu sem hann tók í listsköpun sinni, en ollu því einnig að aðrir litu á hann sem sérlundaðan og jafnvel brjálaðan.

Önnur áhugaverð tengsl eru að á plötu Van Morrisson „A Sense of Wonder“ sem kom út í desember 1984 er lag sem heitir Ancient of Days.

 

2018-01-22T22:26:44+00:00Föstudagur 1. desember 2017|Fyrsta Mósebók, Myndlist|