Þetta málverk eftir Titian, málað árið 1512, nefnist á latínu Noli me tangere eða „Snertu mig ekki!“ – orðin sem Jesús mælti til Maríu Magdalenu þegar hún mætti honum í garðinum eftir upprisuna. Málverk sem lýsa þessum samfundum þeirra bera flest þetta nafn.

Tiziano Vecelli, betur þekktur sem Titian, fæddist að öllum líkindum á árunum milli 1485 til 1490 og dó 1576. Samtímamenn hans lýstu honum sem „sólinni á meðal stjarnanna“ (en það er tilvísun í síðustu orðin í Paradiso eða „Hina guðdómlegu kódemdíu“ eftir Dante). Titian þótti einn fjölhæfasti málari meðal ítalskra málara, jafnvígur á að mála portreit- og landslagsmyndir og hafði goðafræðileg og trúarleg viðfangsefni fullkomlega á valdi sínu. Hefði hann dáið aðeins fertugur að aldri hefði hann engu að síður verið álitinn einn áhrifamesti listamaður síns tíma. En hann lifði í hálfa öld lengur og breytti stíl sínum svo mikið að sumir gagnrýnendur neita að trúa því að elstu og yngstu verk hans geti hafa verið gerð af sama manninum. Það sem þó sameinar verk hans frá þessum tveimur tímabilum er hin „djúpa“ áhersla hans á litinn.

Listaverkið er í eigu The National Gallery í London: https://www.nationalgallery.org.uk/paintings/titian-noli-me-tangere