Rembrandt gerði yfir 300 verk út frá sögum í Biblíunni. Flest þessara verka eru teikningar og ætimyndir. Auk þeirra eru um 60 málverk sem fjalla um biblíuleg þemu.

Á þessari frægu mynd Rembrandts af veislu Esterar, sem hann málaði árið 1660, er góðvild drottningar eins og upplýst af lampaljósinu á meðan Haman hinn illi dylst í skugganum.

Rembrandt Harmenszoon van Rijin fæddist 15. júlí árið 1606 og dó 4. október árið 1669. Hann lifði og starfaði í Hollandi á þeim tíma sem kallaður hefur verið Gullöld Hollendinga. Framlag Rembrandts á ekki lítinn þátt í að upphefja þennan tíma í sögu Hollands, en hann er almennt álitinn einn af mestu listmálurum í gjörvallri listasögu Evrópu.