Í 12. kafla segir frá því þegar Jesús sat gegnt fjárhirslunni í musterinu og fylgdist með fólkinu sem lagði peninga í hana. Margir auðmenn lögðu mikið í hana. Fátæk ekkja kom og lagði tvo smápeninga, „eins eyris virði“. Jesús lofar verk hennar og segir: „Hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína“ (Mk 12.44). Hugtakið eyrir ekkjunnar er þekkt úr daglegu máli og táknar lítið framlag sem er mikils virði.