Franski málarinn Nicolas Poussin staðsetur fyrsta fund Rutar og Bóasar (sem er fremstur á myndinni) í gróskumiklu umhverfi. Poussin fæddist árið 1594 og dó árið 1665. Í málarastíl tilheyrir hann hinum frönsku barok málurum. Mestan hluta ævi sinnar bjó hann í Róm. Sagt er að hann hafi ekki valið sér viðfangsefni fyrir myndir sínar sem væru yngri en frá 12. öld. Myndin er á Louvre safninu í Paris.