Í Lindisfarne handritinu sem skrifað var í kringum árið 700 í Bretlandi er dregin upp mynd af Markúsi við skriftir. Við höfuð hans er mynd af ljóni, en það hefur í gegnum söguna verið táknmynd Markúsar. Lindisfarne handritið hefur að geyma guðspjöllin fjögur ríkulega myndskreytt. Handritið þykir einn helsti dýrgripur Breta bæði í listrænu og trúarlegu tilliti.