Skírn Krists eftir flæmska listmálarann Joachim Patenier (f. um 1480, d. 1524). Patenier er álitinn áhrifamikill forveri landslagsmálverksins. Skírn Krists er ein fárra mynda sem varðveist hafa eftir hann. Lítið er vitað um Joachim Patenier, en 1515 er hann meðlimur í félagi listamanna í Antwerpen. Árið 1521 hitti hann Dürer sem gerði mynd af honum og lýsti honum sem „góðum landslagsmálara“. Mjög fáar merktar myndir eru til eftir hann en mikill fjöldi mynda sem hafa verið eignuð honum, þó mis áreiðanlega. Einnig málaði hann landslag sem bakgrunn fyrir aðra málara.