Inngangur að Títusarbréfi

Títusar er ekki getið í Postulasögunni en hann er nefndur í Galatabréfinu (2.1–2.2) þar sem hann er sagður hafa verið með Páli á postulafundinum í Jerúsalem árið 49 e.Kr. og greint er frá í 15. kafla Postulasögunnar. Títus kemur einnig við sögu í síðara Korintubréfi sem sendiboði Páls til safnaðarins í Korintu (2Kor 12.18). Eins og Tímóteusarbréfin gefur Títusarbréfið athyglisverða mynd af frumkirkjunni. Talið er upp hvaða eiginleika forystumenn safnaðanna, öldungar og biskupar, eigi að hafa og hvernig menn skuli breyta samkvæmt „hinni heilnæmu kenningu“ (2.1).

2018-01-06T05:58:05+00:00Föstudagur 1. desember 2017|Inngangur, Títusarbréf|