Job formælt af eiginkonu sinni eftir Georges de la Tour, u.þ.b. 1650. Hann málaði aðallega myndir þar sem eina lýsingin er veik birta kertaljóss eða frá kyndli. Georges de la Tour fæddist árið 1593, sonur bakara frá héraðinu Vic-sur-Seile í Frakklandi, og er hans fyrst getið sem málara 1617, árið sem hann giftist. Þremur árum síðar fluttist hann til Lunéville og bjó þar til æviloka 1652. Hann var vel þekktur af samtíðarmönnum sínum en féll í gleymsku allt framá 20. öld þegar farið var að endurmeta verk sem áður höfðu verið eignuð öðrum listamönnum. Hann er í dag álitinn einn af risunum í franskri málaralist.