Síðasta bók Ernest Hemingway var Gamli maðurinn og hafið. Nokkrar myndir úr guðspjöllunum er að finna í síðasta hluta bókarinnar. Í fyrsta lagi minnir mynd fisksins á fornt, kristið tákn. Hinar blæðandi hendur gamla mannsins minna á naglana í höndum Jesú. Það hvernig gamli maðurinn heldur línunni við bak sitt rifjar það upp hvernig Jesús bar krossinn. Gamli maðurinn hrasar við að bera mastrið og seglbómuna (sem eru eins og kross í laginu) og ber það keim af því hvernig Jesús féll við á leið sinni til krossfestingar. Gamli maðurinn liggur í rúmi sínu og hatturinn hans skerst inn í höfuðið. Sú mynd er eins og þyrnikórónan. Nafn gamla mannsins, Santiago, er hið spænska nafn Jakobs — postula og fiskimanns. Og loks varð fiskurinn sjálfur afskræmdur og viðbjóðslegur í sjón.

Hemingway notaði þannig myndina af krossfestingu Krists, sem hann vissi að lesendur þekktu, sem bakgrunn sögunnar. Með því að nota þessar myndir sem dregnar eru upp í krossfestingarsögunni kallaði hann fram tilfinningar í garð gamla mannsins. Við lestur bókarinnar rifjuðust upp fyrir lesandanum persónulegar minningar sem tengdust frásögum Biblíunnar. Hemingway treysti þannig á biblíulegan bókmenntaskilning lesenda sinna til þess að auka áhrifin af sinni sögu.