Málverkið Dýrin ganga í örkina, eftir ítalska málarann Jacopo Bassano (1510-1592), sýnir meðlimi í fjölskyldu Nóa reyna að reka tvö og tvö af öllum dýrum jarðarinnar inn í öryggi arkarinnar. Hér er örkin táknuð sem brú milli hlöðunnar og víntunnunnar – viðeigandi fyrir Nóa sem Biblían segir frá að hafi fyrstur manna búið til vín. (1Mós 9.20-21)
Jafnvel þó Jacopo Bassano, einnig þekktur sem Jacopo da Ponte, hafi unnið að list sinni í litlum bæ var hann einn af áhrifamestu málurum Veneto héraðs um miðja 15. öld. Hann fæddist og dó í þessum bæ Bassano del Grappa nálægt Feneyjum. Faðir hans var „bændamálari“ og nýtti Jacopo sér stíl hans í mörgum verkum. Þegar hann náði fullum þroska í list sinni urðu áhrif Titian meira áberandi. Eftir að hafa unnið í Feneyjum og ýmsum fleiri ítölskum borgum settist hann aftur að í Bassano og setti á fót vinnustofu ásamt sonum sínum fjórum. Í sumum tilfellum hefur reynst erfitt að ákveða upp úr um höfund málverks eftir þá feðga, svo líkur var stíll þeirra.