Upplestur á Biblíunni

Nýja testamentið og Sálmarnir eru nú aðgengileg á hljóðskrám í upplestri einvalaliðs íslenskra leikara en Þóra Karítas Árnadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Arnar Jónsson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristján Franklín Magnúss, Steinunn Jóhannesdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir önnuðust lestur textans. Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir hjá hljóðbók.is sáu um hljóðritun og Guðmundur Brynjólfsson annaðist yfirlestur.

Hljóðbókavæðing textans var gerð möguleg með þátttöku ríflega 160 einstaklinga og fyrirtækja sem tóku þátt í hópsöfnun á liðnu ári.

Hægt er að nálgast lestur einstakra kafla Nýja testamentisins og Sálmanna án endurgjalds á biblian.is og á alþjóðlegu biblíuappi Youversion. Nauðsynlegt er að vera með virka nettengingu til að geta hlustað.

Youversion biblíuappið býður upp á fjölda notkunarmöguleika sem gerir fólki m.a. mögulegt að til að tengjast samfélagsmiðlum og deila þar ritningarversum og öðru efni úr appinu. Þá er, ennfremur hægt í biblíuappinu að tengjast öðru fólki sem er að nota appið, áherslumerkja ritningarvers, skrifa minnispunkta og bera saman þýðingar ólíkra tungumála.

Að hlusta á biblíurit í heild

Til að hlusta á Nýja testamentisrit í heild sinni er farið á https://www.biblian.is/hljodbok og smellt á textann  „Hlusta á ritið í heild“. Það getur tekið allt að 10 sekúndur að hlaða ritum upp í hljóðspilarann, áður en lesturinn hefst. Þessi möguleiki er ekki í boði fyrir Sálmana.

Að hlusta á einstaka kafla

Til að hlusta á einstaka kafla með hliðsjón af skrifuðum texta, er viðkomandi kafli úr Nýja testamentinu eða Sálmunum valinn á https://www.biblian.is/ og smellt á spilatáknið á hljóðslánni fyrir ofan texta viðkomandi Sálms eða kafla.

Leiðbeiningar til að hlusta í biblíuappi Youversion

Til að hlusta á einstaka kafla, þá er farið í viðkomandi kafla í appinu í Biblíuþýðingu sem heitir BIBLIAN07 og smellt á hlustunartáknið efst á síðunni.

Aðrar leiðir til að hlusta

  • Áskrifendur StoryTel geta hlustað á Nýja testamentið í StoryTel-appinu.
Sækja Biblíu-appið fyrir iPhone og iPad.
Smelltu á myndina hér fyrir ofan til að sækja Biblíuappið fyrir iPhone og iPad.
Biblíu-appið fyrir Android síma
Smelltu á myndina hér fyrir ofan til að sækja Biblíuappið fyrir Android síma og spjaldtölvur.