Vitundin um að hann sé fjær og þó nær

Lúk 24.13-35 – Hvernig stendur á því að þessir tveir lærisveinar sem voru á leið til Emmaus snúa skyndilega við til Jerúsalem? Þeir mæta hinum upprisna sem gefur sér tíma til að slást í för með þeim. Þetta gerist sama dag og komið var að gröfinni tómri. Vitnisburður kvennanna hafði ekki sannfært þá. Þeim er ómögulegt að trúa á upprisuna og eru slegnir ótta, því dauði Jesú hefur gert út um vonina um frelsun til handa Ísrael. Reyndar bera þeir ekki kennsl á manninn sem slæst í för með þeim. Hann hlýðir á þá og leggur síðan ríkt á við þá að trúa, en rifjar því næst upp fyrir þeim merkingu Ritninganna. En það er ekki fyrr en hann brýtur brauðið sem þeir bera kennsl á Frelsarann. Þessi fundur við hinn upprisna fyllir þá nýrri von og þeir flýta sér aftur til Jerúsalem. Tilhugsunin um dauða Jesú leiðir til örvæntingar, trúin á upprisu hans fyllir mann von.Þessi frásögn er dæmigerð fyrir það hvernig lesa ber guðspjöllin. Jesús er í fylgd með lesandanum eins lengi og með þarf. En að því búnu ummyndast hann í trú og þess gerist ekki lengur þörf að hann birtist mönnum í efninu.

2018-01-06T04:36:41+00:00Föstudagur 1. desember 2017|Lúkasarguðspjall|