Jóh 21.24 – Guðspjallamaðurinn einskorðar sig ekki við Pétur. Hann lýkur máli sínu með því að víkja að „lærisveininum sem Jesús elskaði“ og samsamar sig honum – hinu útvalda vitni þeirra atburða sem hann var að enda við að skrásetja. Um leið er ekki séð fyrir endann á öllum sem telja að upprisa Drottins hafi breytt lífi þeirra og geta að sínu leyti borið vitni um að boðskapur Fagnaðarerindisins sé sannur.