Jóh 19.38-42 – Venjulega var lík hins krossfesta látið liggja. Jósef hættir á að gefa sig fram við Pílatus til að biðja um líkama Jesú. Annar framámaður, Nikódemus, setur sig í samband við hinn fyrrnefnda til að útbúa virðulegan grafreit. Þeir búa um hann í garðinum sem minnir táknrænt á staðinn þar sem skaparinn setti niður hinn fyrsta mann (1Mós 2.8). Hin nýja gröf svarar til Jes 53.9: „… bjuggu honum gröf … legstað meðal ríkra’.