„Það er Herrann!“

Jóh 21.1-14 – Hér getur að líta þriðju birtingu Krists hins upprisna. Sjö lærisveinar fara til veiða að frumkvæði Péturs, en verða ekki varir. Og fá nú að reyna að þeir sem fara að vilja hins upprisna ná undraverðum árangri.Netið hefur oft verið túlkað sem ímynd kirkjunnar: þrátt fyrir mikinn fjölda trúaðra rifnar netið ekki, en tryggir þvert á móti einingu þeirra. Það að Jesús skuli gefa þeim fisk að borða, gerir að verkum að sjálft orðið fær dýpri merkingu hjá hinum fyrstu kristnu. Reyndar eru stafirnir í gríska orðinu (ichtus) um leið upphafsstafir orðanna sem draga saman grundvallarstaðhæfingu kristinnar trúar: Jesús, Kristur, Sonur Guðs, Frelsari.

2017-12-15T19:18:57+00:00Föstudagur 1. desember 2017|Jóhannesarguðspjall|