Píslargangan

Lúk 22.1-6 – Frásögnin af Píslargöngunni hefst hér. Orðið „Passía“ lýtur að þjáningum Jesú, lokaþolrauninni, dauða hans og upprisu. Umgjörðin er öll hin veglegasta: hin miklu hátíðahöld Páskanna. Leikendurnir eru til staðar: samsærið nær fram að ganga fyrir tilverknað Júdasar. Textinn dvelur ekki við raunverulegar ástæður fyrir athæfi hans. Það sem skiptir máli er að Jesús er svikinn af einum sinna. Maðurinn er sjálfráður gerða sinna, en að baki honum lætur Satan – eða djöfullinn – til sín taka á ný (4.13). Píslargangan táknar úrslitaorrustu Jesú gegn öflum hins illa í heiminum.

2018-01-06T04:49:19+00:00Föstudagur 1. desember 2017|Lúkasarguðspjall|