Jóh 20.30-31 – Það er ekki fjöldi tákna af kraftaverkatoga sem skiptir máli, heldur geta þeirra til að miðla opinberun varðandi Jesú. Tilgangur þeirra felst ekki í að leiða í ljós sannindi, heldur að beina sjónum að Jesú, en í honum ber hinn trúaði kennsl á sendiboða Guðs.