Jóh 20.11-18 – Þegar María heyrir rödd þess sem kallar hana með nafni, rennur upp fyrir henni ljós og hún ber kennsl á Meistara sinn (sbr. 10.3). Það er kona sem fyrst hlýtur þá köllun að boða lærisveinunum upprisuna og ljá henni merkingu.Með því að kalla lærisveina sína „bræður“, innlimar hinn upprisni Kristur þá í fjölskyldu sína, því þeir eiga sama Föður og sama Guð.