Inngangur að Júdítarbók

Júdítarbók er kennd við Júdít sem er guðhrædd ekkja. Hér segir frá hernaði Nebúkadnesars Babýloníukonungs og herferð Hólofernesar, hershöfðingja hans, gegn Gyðingum. Í þessum aðstæðum tekst Júdít að véla Hólofernes og bjargar með því þjóð sinni. Ritið skiptist í þrjá hluta.

Skipting ritsins
1.1–3.10
 Valdakrafa Nebúkadnesars
4.1–7.32 Sönnunarbyrði valdsins: Hvor er Guð, Nebúkadnesar eða Drottinn?
8.1–16.25 Drottinn einn er Guð. Hann hefur styrjaldir í hendi sinni og bjargar Ísrael fyrir atbeina guðhræddu ekkjunnar Júdítar

2018-01-08T21:39:33+00:00Föstudagur 1. desember 2017|Inngangur, Júdítarbók|