Inngangur að Bréfi Jeremía

Bréf Jeremía er prédikun í sendibréfsformi sem Jeremía spámaður er sagður hafa sent útlögunum í Babýlon. Segir frá bréfi hans til þeirra í 29. kafla Jeremíabókar í Gamla testamentinu. Bréf Jeremía er trúlega ritað upphaflega á hebresku en hefur í heild sinni aðeins varðveist á grísku. Efniviður bréfsins er kaldhæðnisleg ádeila á skurðgoðadýrkun sem minnir á Jer 10.1–10.6 og Jes 44.9–44.20. Sem viðlag er ellefu sinnum endurtekið með nokkuð mismunandi orðalagi að hjáguðirnir séu tál og engir guðir og þess vegna sé fásinna að treysta þeim eða tilbiðja þá.

Skipting ritsins

1.–39. vers Um herleiðingu og fánýti skurðgoðanna
40.–72. vers Um þá fásinnu að tilbiðja skurðgoð

2018-01-08T22:24:17+00:00Föstudagur 1. desember 2017|Inngangur, Jeremíabréf|