Það er ekki ólíklegt að frekari bréfaskipti hafi farið fram milli safnaðarins í Korintu og Páls og Síðara Korintubréf sé hugsanlega samsett úr fleiri bréfum. Þar bregst Páll enn við vandamálum í söfnuðinum. Í fyrri hluta bréfsins fjallar hann um hinn nýja sáttmála og ber hann saman við gamla sáttmálann (3. og 4. kafli) og um inntakið í hinum postullega boðskap sem hann nefnir „þjónustu sáttargjörðarinnar“ (5.18−5.20). Hann ræðir um mynd hins nýja samfélags (6.−8. kafli) og í lok bréfsins hvetur hann Korintumenn til að safna fé til þarfa hinna fátæku í Jerúsalem og rökstyður réttmæti postuladóms síns (9.−13. kafli).