Gröfin tóm

Lúk 24.1-12 – Jesús er ekki nærstaddur í þessari frásögn: gröfin sem líkami hans var lagður í er tóm, fyrsta vísbending um upprisuna, en táknið er tvíbent og sannar ekkert. Því er það að englarnir rifja upp orð Jesú fyrir konunum sem voru komnar til að smyrja hann (9.22; 17.25; 18.32-33). Lík hans hefur ekki verið fjarlægt eins og þær héldu. Jesús er í raun og veru upprisinn, eins og hann sjálfur hafði boðað. Pétur fer fljótlega á staðinn og veit ekki hverju hann á að trúa.

2018-01-06T04:36:48+00:00Föstudagur 1. desember 2017|Lúkasarguðspjall|