Jóh 20.19-23 – Líkindin á milli frásagnar guðspjallamannsins og fyrstu Mósebókar aukast. Að kvöldi þessa sama dags hefur Jesús frumkvæði að því að birtast lærisveinum sínum lifandi þar sem þeir voru saman komnir. Með líkum hætti og Guð blés anda sínum í manninn í frásögn sköpunarinnar (1Mós 2.7), þannig færir Jesús lærisveinum sínum Heilagan Anda (v.22). Hann skapar þá að nýju um leið og hann felur þeim þá ábyrgð að gera Guð nærverandi í heiminum.