Jóh 21.25 – Hér er vikið að því sama og áður var komið fram (20.30), að viðbættri þeirri staðhæfingu að leyndardómur Jesú yfirskyggi allar túlkanir og sé ótæmandi í ríkidæmi sínu. Hinum trúuðu í hverri kynslóð er boðið að hugleiða og endursegja með eigin orðum þá frelsun sem þeir hafa sannreynt í Jesú Kristi.