Jóh 21.15-19 – Með orðum sínum brýnir Jesús eindregið fyrir Pétri að honum beri að rækja köllun hirðisins, sem hann hefur trúað honum fyrir, af sömu elsku og hann sjálfur, hirðirinn góði, gekk svo langt í að sýna mönnunum (10.10-18). Jesús fer þess líka á leit við Pétur að hann fylgi sér framvegis án undanbragða: með þeim hætti heiðri hann Guð sinn best.