Að læra að biðja

Lúk 11.1-13 – Faðirvorið er bæn lærisveinanna (v.2-4). Hún er afar einföld, styttri hér en sú sem betur er þekkt í guðspjalli Matteusar (Matt 6.9-13). Jesús kennir að menn eigi að snúa sér til Guðs eins og til föður (10.21). Að biðja fullir vissu, því Faðirinn lætur í té allt sem þarf til að lifa: brauðið og að auki sinn heilaga anda og þar með getuna til að trúa (Jóh 15.26).Það er ekki frumskilyrði að fyrirgefa bræðrum sínum (v.4) til að öðlast fyrirgefningu Guðs. En aðeins sá sem hefur lært að fyrirgefa lifir sem barn Guðs og getur í sannleika kallað hann „Föður“.

2018-01-06T05:01:53+00:00Föstudagur 1. desember 2017|Lúkasarguðspjall|