Biblíulestur 12. janúar – Slm 59.9-18

2018-12-26T15:01:21+00:00Laugardagur 12. janúar 2019|

9En þú, Drottinn, hlærð að þeim,
þú gerir gys að öllum þjóðum.
10Þú ert kraftur minn, þér fel ég mig
því að Guð er vígi mitt.
11Guð kemur til móts við mig í miskunn sinni,
Guð lætur mig hlakka yfir óvinum mínum.
12Sviptu þá ekki lífi svo að lýður minn gleymi eigi,
rektu þá á vergang með mætti þínum
og felldu þá, Drottinn, skjöldur vor.
13Orð vara þeirra eru synd munns þeirra,
lát þá flækjast í eigin hroka
vegna þeirra formælinga og lyga er þeir tala.
14Afmá þá í reiði, afmá þá uns þeir eru horfnir,
þannig að öllum verði ljóst allt til endimarka jarðar
að Guð ríkir yfir ætt Jakobs. (Sela)
15Þeir snúa aftur á kvöldin,
ýlfra eins og hundar og sveima um borgina,
16þeir eigra um í leit að æti
og urra ef þeir verða eigi saddir.
17En ég vil syngja um mátt þinn,
fagna yfir náð þinni á hverjum morgni
því að þú hefur verið mér vígi
og athvarf á degi neyðar minnar.
18Þú ert kraftur minn, um þig vil ég syngja
því að Guð er vígi mitt,
minn miskunnsami Guð.

Title

Fara efst