Biblíulestur 6. desember – Dóm 18.21-31

2018-10-08T18:37:34+00:00Fimmtudagur 6. desember 2018|

21 Sneru þeir nú við förinni og héldu af stað en sendu börn og búsmala og verðmæta hluti á undan sér. 22Þegar þeir voru komnir langt í burt frá húsi Míka söfnuðust þeir menn saman sem bjuggu í húsunum hjá húsi Míka, eltu niðja Dans og náðu þeim. 23 Þeir kölluðu til niðja Dans sem sneru sér við og sögðu við Míka: „Hvað er að hjá þér fyrst þú kemur svo fjölmennur?“ 24 Hann svaraði: „Þið hafið tekið guðina sem ég hafði gert mér og prestinn og eruð farnir burt. Hvað á ég þá eftir? Hvernig getið þið þá spurt mig: Hvað er að hjá þér?“ 25 Þá sögðu niðjar Dans við hann: „Láttu ekki orð þín heyrast hér, annars kynnu skapillir menn að ráðast á ykkur og þú yrðir valdur að því að bæði þú og ætt þín týnduð lífi.“ 26 Niðjar Dans héldu leiðar sinnar en Míka sá að þeir voru honum ofurefli, sneri því við og fór aftur heim til sín.
27 Þeir tóku það sem Míka hafði búið til, svo og prestinn sem hann hafði haft, og réðust á Laís, ugglausa þjóð og óvara um sig, felldu hana með sverði en lögðu eld í borgina. 28 Þar var enginn sem kæmi þeim til hjálpar því að borgin var langt frá Sídon og þeir áttu ekki samskipti við nokkurn mann. Var borgin í dalnum sem er hjá Bet-Rehób. Síðan endurreistu þeir borgina og settust þar að. 29 Þeir nefndu borgina Dan, eftir Dan, forföður sínum og syni Ísraels, en í öndverðu hafði borgin heitið Laís. 30 Niðjar Dans reistu skurðgoðið handa sér og Jónatan Gersómsson, Manassesonar, og synir hans voru prestar hjá ættkvísl Dansniðja allt til þess er fólkið var herleitt úr landinu. 31 Og þeir settu upp skurðlíkneski Míka handa sér, það sem hann hafði búið til, og stóð það þar svo lengi sem hús Guðs var í Síló.

Title

Fara efst