Hið eistneska biblíufélag veltir þeirri spurningu upp í starfi sínu, hvernig Biblían geti markað sér stefnu á tímum þar sem gömlu göturnar grotna niður og félagið eigrar um í rótleysi. Vikulegur útvarpsþáttur biblíufélagsins leggur mikilvægt lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu. Hér eru raunverulegar biblíufréttir sendar út, skýrslur gefnar um störf biblíufélaga víðs vegar um heiminn auk vitnisburða frá fólki um það, hvernig Biblían hefur mótað líf þess.

Vikulega heyra rúmlega 30.000 manns báðar útsendingarnar. Margir eru að kynnast Biblíunni í fyrsta skiptið og komast að því að þessi sérstaka bók varðar líf þeirra með einhverjum hætti. Oft hringja hlustendur í Biblíufélagið af því að þeir hafa heyrt eitthvað, sem hreyfir við þeim.

Eistland

1,3 milljónir íbúar
28,3% kristinnar trúar
51 ár í kommúnisma

JAAN BÄRENSON, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins í Eistlandi segir:

„Andspænis hinum sögulega borgarmúr höfuðborgarinnar Tallinn með sínum áhrifamiklu, víggirtu turnum kemur manni til hugar sálmurinn eftir Martein Lúther, „Vor Guð er borg á bjargi traust“, sem sóttur er í 46. Davíðssálm  (Guð er oss hæli og styrkur). Eistlendingar hafa mikinn áhuga á sögunni og búa að ríkri biblíuhefð frá Þýskalandi. Hið eistneska biblíufélag einsetur sér að halda trúnni á Guð lifandi, þannig að fólkið upplifi kærleika Guðs.

Fyrsta heildstæða Biblían í Norður-Eistlandi kom út árið 1739 í Jüri, í nágrenni höfuðborgarinnar Tallinn (sem þá hét Reval). Hálfri öld áður höfðu þýsku guðfræðingarnir og málvísindamennirnir Heinrich Göseken og Johann Gutslaff unnið að þýðingum á biblíuritum. Þeim er það einnig að þakka að eistnesk málfræði hefur varðveist“.

Sýningar varpa ljósi á söguna

Það vekur athygli hversu nánum böndum ríkuleg biblíusaga Eistlands tengist Þýskalandi. Á 200 ára afmælishátíð Hins eistneska biblíufélags í maí 2013 kom hálftímalöng kvikmynd um sögu Biblíunnar út á mynddiski. Sjónvarpsútsending og upptaka í sögukennslu úr skólum eru skipulagðar. Sjónvarpsviðtöl við ábyrgðarmenn og stjórnmálamenn lofa góðu. Auk sýninganna kemst boðskapur Biblíunnar inn í vitund fólks í gegnum þetta verkefni.

Biblían verður persónuleg í útvarpinu

Eistlendingar eru mjög meðvitaðir um sögu sína.  Ef til vill má rekja það til tíma sovéska  herliðsins, sem varð til þess að fólkið þjappaði sér saman og það áttaði sig glöggt á sinni eigin sögu. Hér kemur Hið eistneska biblíufélag til sögunnar og það skipuleggur sýningar um upphaf Biblíunnar á eistnesku. „Með þessum hætti ætti Orð Guðs að hreyfa við fólki á nýjan leik,“ segir Jaan Bärenson framkvæmdastjóri. Megi boðskapur sáttargjörðar og kærleika Guðs veita sérhverjum manni þrótt og von.

Að vekja áhuga nemenda á orði Guðs

„Við verðum að fara þangað sem æskulýðurinn er,“ segir Jaan Bärensen, framkvæmdastjóri Hins eistneska biblíufélags. Þess vegna er eina helgi á ári haldið upp á „biblíudag æskunnar“. Dagskráin er fjölbreytt: Unga fólkið kemur saman til þess að hlusta á nokkrar kristilegar rokkhljómsveitir. Á daginn er unnið í námsverum og vinnubúðum að kristilegum þemaverkefnum. Nemendurnir eiga að komast að því, hvaða þýðingu Orð Guðs hefur fyrir líf þeirra. Þau koma hvaðanæva að af landinu og gista ásamt trúnaðarvinum úr söfnuðinum í skólamiðstöð. Tónleikarnir hafa gríðarlegt aðdráttarafl og eru haldnir í leikfimisal.

Á einni bækistöð Biblíufélagsins er sérstakri bók dreift; um er að ræða rit með sérvöldum ritum Nýja testamentisins (Lúkasarguðspjalli, Jóhannesarguðspjalli, Galatabréfinu, Jakobsbréfinu og 1. Jóhannesarbréfinu). Ritin eru valin með hliðsjón af fyrirspurnum fulltrúa unga fólksins sjálfs. Ritið ber eistneska titilinn „SONA“ sem þýðir „orð“ eða „boðskapur“. Unga fólkinu býðst að taka ritin ókeypis með sér og gefa þeim vinum sínum, sem þekkja ekki Biblíuna. Hið eistneska biblíufélag á veg og vanda að „SONA“.

Kenneth er 15 ára þátttakandi „biblíudags æskunnar“.  Hann kemur úr brostinni fjölskyldu. Eftir sjálfsmorðstilraun heyrði hann um Guð í gegnum vini sína. Hann segir: „Í dag gefur Orð Guðs mér þrótt og kjark til þess að lifa!“ Hann ætlar að gefa skólafélaga sínum „SONA“.