Hnattsamtökin Wycliffe hafa nýlega opinberað biblíutölfræðina fyrir árið 2016. Hún sýnir töluverða aukningu á fjölda tungumála sem Biblían, að hluta til eða í heild, hefur verið þýdd á. Af þeim 7097 tungumálum sem töluð eru í heiminum í dag, hefur í það minnsta ein bók verið þýdd á 3223 tungumál.
Árið 2015 voru fjöldinn 2932 talsins. Það þýðir að tungumálunum hefur fjölgað á milli ára um tæplega 300 talsins. Myndritið sýnir hvernig fjöldinn skiptist á milli Biblía, Nýja testamenta og biblíuhluta.  Þrjár meginástæður eru fyrir þessari greinilegu aukningu:

•    Vaxandi hreyfing í þýðingarstörfum í 165 löndum þar sem unnið er markvisst að verkefnum á 2422 tungumálum.
•    Áður fyrr átti tölfræðin aðeins við um biblíuhluta á prenti. Í ár eru einnig hljóðbækur og myndbönd tekin með í reikninginn.
•    Tölfræði ársins er byggð á bættum upplýsingum frá fleiri félagasamtökum en áður.

Þrátt fyrir þessa gleðilegu aukningu eru eftir sem áður á bilinu 1700-1800 tungumál sem enn þarf að hefja biblíuþýðingar á. Þessi tungumál eru töluð af 160 milljónum manna. Um það bil einn og hálfur milljarður manna í heiminum hefur ekki ennþá fengið heila Biblíu þýdda á móðurmálið sitt.

Hægt er að styðja við starf Sameinuðu biblíufélaganna, sem vinna að Þýðingarstarfi, útgáfu og dreifingu Biblíunnar.

Munum að margt smátt gerir eitt stórt!

Kt. 620169-7739
reikn.0101-26-3555