Hin 14 ára gamla Marta og systkini hennar búa í  Brazzaville, sem er höfuðborg Kongó.  Þau þekkja vel fátækt og ofbeldi því það er daglegt brauð fyrir þau sem þar búa.

Marta er elst sinna systkina og hún þarf að bera ábyrgð á tveimur yngri bræðrum og einni systur. Þau búa við sárafátækt í litlum hrörlegum kofa með moldargólfi. Það er orðið talsvert langt síðan móðir þeirra yfirgaf þau og þau hafa enga hugmynd hvar hún gæti verið niðurkomin.
Þau búa ein og eiga enga fjölskyldu nærri. Stöku sinnum koma nágrannar með eitthvað smáræði af mat til þeirra, en flesta daga fara þau að sofa án þess að hafa fengið nokkuð að borða.

„Ég lifði í miklum kvíða fyrir framtíðinni, hvað myndi verða um systkini mín,“ segir Marta.

Hið ameríska biblíufélag hefur um nokkurt skeið starfað með deild sem er biblíutengd áfallahjálp og heldur námskeið um hvernig Biblían getur virkað sem lækning fyrir áföll og gefið fólki von um nýtt upphaf .
Jane Jelgerhuis sem starfar á vegum Hins ameríska biblíufélags segir að áföll sem börn verða fyrir þegar þau eru yfirgefin af foreldrum sínum við svona hættulegar kringumstæður geta iðulega leitt til þess að börnin verða einangruð, þunglynd, vannærð og því auðveldari bráð fyrir misnotkun, sama á hvaða sviði það er; vinnuþrælkun eða að þau leiðist út í vændi til þess eins að geta séð fyrir sér.
Þessi námskeið hafa reynst mjög áhrifarík fyrir fólk, sem býr við einna erfiðustu kringumstæður heims.
Marta segir frá því hvernig allt breyttist eftir að hún byrjaði að taka þátt á þessu námskeiði.

„ Eftir að ég fór á þetta námskeið fékk ég tækifæri til að sjá og skilja að ég get alltaf ráðfært mig við Guð. Ég sit með systkinum mínum og við lesum saman sögurnar í námsheftinu og Orð Guðs í Biblíunni sem ég fékk að gjöf á námskeiðinu. Við lærðum að setja traust okkar á Guð á hverjum degi.“

Í dag hafa Marta og systkini hennar fundið von um betri framtíð og stunda skólann, vitandi að þau eru ekki lengur ein.

Vegna þeirra fjölmörgu sem styrkja þetta starf Hins ameríska biblíufélags, fer starfið ört vaxandi og miðast ekki lengur eingöngu við DRC, Mið-Afríkuríkið, Suður-Súdan og Úganda.
Unnið er að því að hefja slíkt starf í ríkjum Afríku, Karabíska hafinu,  Balkanskaganum, Asíu og Mið-Austurlöndum. Þetta hefur einungis verið gerlegt vegna allra þeirra sem trúfastlega styrkja þetta mikilvæga starf.

Þau ykkar sem viljið leggja hönd á plóg í starfi Sameinuðu biblíufélaganna er bent á
reiknisnúmer : 0101-26-3555
kennitala : 6201697739