Nokkrir kristnir leiðtogar frá 13 löndum söfnuðust saman í rústum stríðsins árið 1946 með þá brennheitu ósk í hjarta að boðskapur Biblíunnar mætti ná út til allra lýða og gjörbreyta kringumstæðum.

Berggrav biskup stýrði norsku sendinefndinni, en hann var kosinn fyrsti framkvæmdastjóri Sameinuðu biblíufélaganna (United Bible Societies). Gat leiðtogana órað fyrir því á þeim tíma, að 70 árum síðar væru þau til staðar í 148 löndum, með starfsemi í rúmlega 200 löndum og landsvæðum?

Bernt Greger Olsen starfar hjá Biblíufélaginu í Noregi og annast alþjóðlegt samstarf.

„Sameinuðu Biblíufélögin eru samtök sem heilla mig. Ég sé ávinning í því að ná til fólks með fagnaðarerindið. Sérhvert biblíufélag hefur sinn eigin svip, mótaðan af því samfélagi og umhverfi sem það á heima í. Biblíufélögin eru opin öllum þeim kristnu kirkjum sem vilja vera með. Biblían sameinar okkur.  Það er ekki auðvelt að halda úti samtökum sem safnar saman svo mörgu, ólíku fólki úr öllum söfnuðum. En öllum er sú skuldbinding sameiginleg að gera Biblíuna aðgengilega á því tungumáli sem fólk getur skilið og á hagstæðu verði. Þegar við erum erlendis fáum við oft að heyra að Noregur hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki í þróun þessa samstarfs. Í því er fólgin einlæg skuldbinding gagnvart kristniboði og trú á að með Guðs hjálp verði hið ómögulega gert mögulegt.
Enn sem fyrr eru ný lönd, sem við viljum festa rætur í — enn sem fyrr á að þýða Biblíuna á mörg tungumál. Við erum kölluð til bænar fyrir því, að til þeirra sé náð, sem enn hafa ekki heyrt fagnaðarerindið“

sjá frétt á http://www.bibel.no/Bibelselskapet/Nyheter-DNB/Nyheter2016/BG416,-d-,Bibelen-samler-oss