„Trú og fjöll.  Ég hef augu mín til fjallanna (Sálmur 121)“ er yfirskrift listahátíðar Seltjarnarneskirkju í ár. Hátíðin verður sett í kirkjunni á sunnudag 25. sept.  kl. 16 þar sem Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, formaður listahátíðarnefndar, flytur erindi um“ Fjöll í Biblíu og listum“, Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri við Listasafn Íslands flytur erindið „Horft til fjalla – Helgistaður málaranna.“ Þá syngur Elmar Gilbertsson tenór fjögur íslenskt lög um fjöll við undirleik Friðriks Vignis Stefánssonar organista kirkjunnar. Jafnframt verður opnuð umfangsmikil málverkasýning af fjöllum, meira en 30 talsins, mörg þeirra eftir ýmsa kunnustu listamenn þjóðarnnar.
Síðan rekur hver viðburðurinn anna í hálfan mánuð. 29. sept. kl. 16.30 verður minnidagskrá um Hallgrím Magnússon lækni (1949-2015) undir yfirskriftinni „Trú og heilsa.“ 2. okt. kl. 10 segir Grétar Guðni Guðmundsson í máli og myndum frá ferð er hann fór á Kilinmanjaro árið 2007.  Sama dag kl. 16 verður hátíðarsamkoma á ný og flytur dr. Rúnar M. Þorsteinsson, guðfræðiprófessor, þar erindi um Fjallræðuna. Fimm Seltirningar lesa ljóð og frásagnir um fjöll og Seltirningurinn Friðrik Margrétar- og Guðmundarson leikur á píanó.
5. okt. kl. 20 verður Kammerkór kirkjunnar undir stjórn Friðriks Vignis með metnaðarfulla tónleika þar sem bæði verða flutt forn og ný íslensk sálmalög sem og mótettur og kórtónlist frá ýmsum tímabilum og löndum.  9. okt. kl. 10 verður á ný fræðsluerindi þar sem þeir Íslendingar sem fyrstir gengu á Everest, þeir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, segja frá þeirri reynslu sinni. Sama daga lýkur dagskránni með hátíðarsamveru kl. 16. Þaðr flytur Agnes Sigurðardóttir biskup erindi er hún nefnir „Trú í návist vestfirska fjalla“. Áður verður Lúðrablástur nemenda úr Tónlistarskóla Seltjarnarness og loks leiða félagar úr Kammerkór kirkjunnar og Friðrik Vignir kórstjóri almennan söng íslenskra fjallalaga. – Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu. Allir viðburðirnir eru ókeypis. – Málverkasýningin mun hins vegar standa áfram út október og verður opin alla daga frá kl. 14-17.
Fjallamyndirnar á hátíðinni eru margar eftir ýmsa af þekktustu listmálurum þjóðarinnar. Hér er myndin „Horft til Bessastaða“ eftir Jóhannes S. Kjarval frá árinu 1955, en Keilir sést vel á mynd-inni, annað þeirra fjalla sem arkitektar kirkjunnar tók mið af við hönnun hennar. Hitt fjallið var Snæfellsjökull og er einnig nokkur málverk af Snæfellsjökli  á sýningunni.