Raiza Rubio Roche (30 ára) er starfsmaður Biblíufélagsins í Havana.
Árið 2014 hafði hún starfað fyrir kirkjuráðið í tíu ár, þar af tvö
síðustu árin fyrir Biblíufélagið.
„Sjálf fékk ég fyrstu Biblíuna mína þegar ég var 11
ára. Fyrstu Biblíuna mína á ég ekki lengur. Ég hlýt að hafa gefið hana vini mínum sem ekki átti Biblíu.
Fyrsti biblíutextinn sem ég lærði utan að, var Davíðssálmur 23, „Drottinn er minn hirðir“.“
Við höfum heimildir fyrir því að margt, ungt, kristið fólk sem við höfum hitt á Kúbu halda mikið upp á Davíðssálm úr Gamla testamentinu og þá gjarnan23. Davíðssálm.
„Já, 23. Davíðssálmur er næstum því eins og þjóðsöngur ungs, kristins fólks á Kúbu. Allir kunna þann sálm utan að, sá texti bindur okkur saman.“
Í Biblíufélaginu sinnir Raiza mörgum ólíkum verkefnum.
„Ég er eiginlega menntuð innan hagfræðinnar, en ég
geri allt mögulegt. Þar sem ég kann eitthvað
í ensku, þýði ég allnokkuð af bréfum og skýrslum. Ég er með í því að skipuleggja ýmiss konar starfsemi og ég tek þátt í dreifingu á Biblíum.“
Raiza hittir oft fulltrúa frá kirkjunum sem koma í Biblíufélagið til þess að kaupa Biblíur.
„Það er erfitt að vera sú sem þarf að segja nei, þe
gar þeir biðja um að fá að kaupa 1.000 Biblíur, en geta aðeins fengið 500. Ég sé það á augnaráði þeirra. Ég vil ekki segja að þeir verði fyrir
vonbrigðum, en ég sé að þeir missa svolítið móðinn. Ég hlakka til þess dags þegar ég get afhent öllum eins margar Biblíur og þá langar í.“