Orðið, kennslubók um Biblíuna, eftir dr. Sigurð Pálsson
er nú aðgengileg á heimasíðu félagsins undir dálknum Biblíufélagið.

Kennslubókin var samin fyrir elstu bekki grunnskóla, gefin út af Námsgagnastofnun árið 1986.
Bókin er um Biblíuna. Hvers konar bók er Biblían? Hvernig urðu ritin til og hvernig var ritunum safnað og svo framvegis. Þessi bók er tilvalin til að nota í unglingastarf eða í biblíuleshópastarf.

Höfundur bókarinnar dr. Sigurður Pálsson en hann fæddist í september 1936 í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi og söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1957, B.A.-prófi í guðfræði og uppeldisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og cand.theol.-prófi árið 1986. Hann skrifaði doktorsritgerð í sögu trúarbragðamenntunar árið 1988 en ritgerðin bar heitið: Kirkja og skóli á 20. öld. Staða og þróun kennslu í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum á Íslandi með samanburði við Danmörku, Noreg og Svíþjóð.